Verðmæti eigna heimilanna lækkaði að raunvirði um 2,75% í október, samkvæmt eignaverðsvísitölu greiningardeildar Kaupþings banka. Eignaverðsvísitalan mælir verðþróun skuldabréfa, hlutabréfa og húsnæðis og gefur vísbendingu um þróun eignasafns íslenskra heimila.

?Vísitalan hækkar um 5,4% að raunvirði milli ára samanborið við 6,9% hækkun í september. Hækkun vísitölunnar náði hámarki í tæplega 30% raunhækkun milli ára vorið 2005 en fór niður í rúm 2% í júlí síðastlinum eftir lækkun á fasteigna- og hlutabréfamarkaði samhliða verðbólguskoti,? segir greiningardeildin.

?Hlutabréfaverð nánast stóð í stað í október og eru hlutabréf eini flokkurinn af þremur sem ekki lækkaði í mánuðinum. Húsnæðisverð lækkaði um 2,2% í mánuðinum og verðtryggð skuldabréf tóku einnig nokkra dýfu eftir að tilkynnt var um fyrirhugaðar matarskattslækkanir ríkisstjórnarinnar á næsta ári,? segir greiningardeildin.