*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. desember 2004 09:31

Verðmæti Latabæjar á þriðja milljarð

Ritstjórn

Miðað við síðustu viðskipti með bréf í Latabæ, sem framleitt hefur sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað, er fyrirtækið í dag metið á um tvo og hálfan milljarð króna. Ágúst Freyr Ingason, aðstoðarforstjóri Latabæjar, segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þó í raun sé ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti fyrirtækisins þar sem engin viðskipti hafi verið með bréf félagsins í eitt ár. Síðustu viðskipti áttu sér stað haustið 2003, en þá fjárfesti Íslandsbanki í Latabæ fyrir 600 milljónir króna en gengi á bréfum í Latabæ í þeim viðskiptum var 163,5.

Kaupin voru liður í fjármögnun Íslandsbanka á framleiðslu 40 sjónvarpsþátta um Latabæ fyrir Viacom International, en kostnaðaráætlun við framleiðslu þáttanna hljóðaði upp á 1.200 milljónir króna.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.