Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2005 var 297 milljarðar og er það samdráttur um tæpa 6 milljarða frá árinu 2004, segir Hagstofa Íslands.

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2005 án fiskvinnslu var 191 milljarður samanborið við 184 milljarða árið 2004, sem er aukning um rúma 6 milljarða milli ára. Í 10 atvinnugreinum af 17 jókst verðmæti seldra framleiðsluvara.

Hlutdeild atvinnugreina í söluverðmæti framleiðsluvara er stöðug milli áranna 2004?2005 þar sem hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst með 53,5% af heildarverðmæti árið 2005, þar af 35,7% vegna fiskvinnslu.