Verðmæti sjóða stéttarfélagsins VR rýrnuðu um 6,9% á árinu 2008, samkvæmt bráðabirgðamati á sjóðum félagsins. Hluti af sjóðum VR var geymdur í hlutabréfum, skuldabréfum og peningamarkaðssjóðum.

„Helstu peningalegar eignir VR eru í sjúkrasjóði, orlofssjóði, varasjóði og félagssjóði og hefur fjárfestingastefna þeirra ætíð einkennst af mikilli varfærni," segir á vef VR.

„Styrkur sjóða VR er mikill og er til nægt fé til að viðhalda allri starfsemi með eðlilegum hætti. Miðað við það ástand sem ríkt hefur í efnahagsmálum frá því í haust má telja þessa niðurstöðu ásættanlega," segir á vef VR.