Aukinn útflutningur á iðnaðarvörum gerir það að verkum að vöruskiptajöfnuður helst jákvæður í janúar miðað við janúar 2009. Fluttar voru út iðnaðarvörur fyrir 23,5 milljarða króna í síðasta mánuði og jókst um 6 milljarða milli ára. Á föstu gengi er það rúmlega 21% aukning. Verðmæti útfluttra sjávarafurða dregst saman um 10%.

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 38,7 milljarða króna og inn fyrir 32,1 milljarð króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 6,5 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings var 4,8% meira en í janúar 2009 og verðmæti vöruinnflutnings var 12,9% minna á föstu gengi¹ frá sama tíma. Í janúar 2009 voru vöruskiptin í járnum samkvæmt frétt Hagstofunnar.

Mestur samdráttur í vöruinnflutningi var í rekstrarvörum, hrávörum og bílum.