Verðmæti Apple vörumerkisins hefur aukist mest milli ára samkvæmt könnun Business Week og Interbrand . Er aukningin á verðmæti Apple  37% og verðmæti þess 21 milljarða dala.  Er Apple nú í 17. sæti en var í 20. sæti í fyrra.

Verðmæti vörumerkis Google hefur aukist um 36% og er verðmæti þess nú 43,5 milljarða dala.  Google er nú í 4. sæti listans en var í 7. sæti í fyrra.

Listi yfir mestu aukninguna:

  1. Apple  - 37% - 20. sæti
  2. Google - 36% - 4. sæti
  3. Blackberry -  32% - 54. sæti
  4. J.P. Morgan - 29% - 29. sæti
  5. Allianz - 28% - 67. sæti
  6. Visa - 26% - 82. sæti