*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 20. september 2010 11:39

Verðmæti vörumerkja Harley-Davidson og Toyota minnka mest

Ritstjórn

Verðmæti Harley-Davidson vörumerkisins hefur minnkað mest milli ára samkvæmt könnun Business Week og Interbrand . Er lækkunin á verðmæti vörumerkisins 24% og verðmæti þess er nú 3,2 milljarða dala. 

Verðmæti Toyota vörumerkisins hefur minnkað um 16% milli ára og er nú 26 milljarða dala.

Listi yfir mestu lækkun:

  1.  Harley-Davidson - 24%
  2.  Toyota - 16%
  3.  Nokia -  15% 
  4.  Dell - 14%
  5.  Citi - 13%
  6.  UBS - 13%