Vernda á forstjóra Fjármálaeftirlitsins fyrir fjölmiðlum, að því er segir í áætlun Björns Richards Johansen, sérstaks ráðgjafa stjórnvalda vegna efnahagskreppunnar, sem fenginn var að láni frá Glitni í Noregi til verksins.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps í kvöld. Þar  var lesið upp úr áætluninni þar sem ráðgjafinn lagði meðal annars áherslu á að forsætisráðherra og bankamálaráðherra ættu að vera sterkir.

Þá var í Sjónvarpsfréttinni sýnt brot frá því þegar fjölmiðlar ræddu við forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þar stöðvaði Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, spurningar fjölmiðlamanna eftir rúmar tvær mínútur með því að klappa lófunum og segja: "Takk fyrir."