*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 10. október 2015 14:10

Verne bætir við sig 60.000 fermetrum

Kadeco hefur leigt Verne Global 60.000 fermetra lóð, til viðbótar við þá 180.000 fermetra sem fyrir eru.

Jóhannes Stefánsson
Aðsend mynd

Verne Global hefur tekið á leigu 60.000 fermetra lóð til 99 ára af Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þetta staðfesta Isaac Kato, einn stofnenda og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Verne Global, og Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, í samtali við Viðskiptablaðið.

Núverandi leigulóðir Verne eru samliggjandi og telja 180.000 fermetra og því er um að ræða umtalsverða stækkun. Á lóðunum er að finna hvor sína bygginguna sem Verne keypti árið 2008 af Kadeco og innréttaði sem gagnaver. „Nýja lóðin sem við leigðum er austan við þær tvær sem fyrir eru og þar ætlum við að byggja glænýjar byggingar,“ segir Kato.

„Við þurfum einfaldlega meira pláss. Verne hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár og við erum að stækka við okkur núna og bú- umst við að þurfa að nota það pláss á næstu árum. Það var alltaf möguleiki að við þyrftum að gera það og núna vorum við að ganga frá því,“ segir Kato.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Reykjanesbær Verne Global Kadeco