*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Innlent 8. desember 2019 12:12

Verra ár hjá Lagernum

Afkoma móðurfélags rúmfatalagarsins versnaði um 484 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lagerinn ehf., móðurfélag  Rúmfatalagersins og Ilva skilaði 176 milljóna króna hagnaði á síðasta reikningsári og dróst hagnaður þess saman um 484 milljónir milli ára en reikningsár félagsins nær frá 1. mars til loka febrúar á þessu ári. Áhrif dótturfélaga voru jákvæð um 829 milljónir króna en voru 383 milljónum lægri heldur en árið á undan. Eignir félagsins námu 9,8 milljörðum í lok febrúar og jukust um 184 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall Lagersins var 10,9% í lok reikningsársins og hækkaði um 7,5 prósentustig milli ára. Stærsti eigandi Lagersins er hollenska félagið Lagerinn Dutch Holding með 93% hlut.

Hagnaður Rúmfatalagersins nam 575 milljónum króna á rekstrarárinu og dróst saman um 95 milljónir milli ára en tekjur félagsins námu tæplega 6,8 milljörðum króna og drógust saman um 2% milli ára. EBITDA nam 844 milljónum og dróst saman um 178 milljónir frá fyrra reikningsári.

Ilva skilaði 202 milljóna króna tapi á síðasta reikningsári og jókst tap félagsins um 101 milljón frá fyrra ári. Tekjur ársins námu 675 milljónum og drógust saman um 62 milljónir milli ára. EBITDA félagsins var neikvæð um 167 milljónir króna og versnaði um 126 milljónir á milli ára.