Samkvæmt nýrri mælingu hefur gróska í hagkerfum aðildarríkja evrusvæðisins ekki verið minni frá því í nóvember árið 2001. Þetta bendir til þess að ekki verði mikill kraftur í evrusvæðinu á þriðja fjórðungi. Bráðabirgðamæling stórinnkaupavísitölu – sem gefur mikla innsýn í ástandið í einkageiranum – sýnir gildi upp á 47,8 í júlí samanborið við 49,3 í mánuðinum þar á undan.

Þegar gildið er fyrir ofan 50 er hagkerfið að vaxa en gildi undir 50 er merki um samdrátt. Væntingar voru um að gildið yrði 48,7 en sérfræðingar höfðu vanmetið niðursveifluna í þjónustu og framleiðslu á evrusvæðinu.