*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 12. september 2021 17:04

Verri afkoma hjá Elkem

Afkoma Elkem versnaði töluvert á síðasta ári. Afurðaverð hefur þó hækkað þó nokkuð á undanförnu.

Ritstjórn
Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi.
Aðsend mynd

Síðasta ár var þungt fyrir íslenska stóriðju eftir hrun hrávöruverðs í upphafi faraldursins. Vænta má bætts rekstrar á þessu ári eftir að hrávörumarkaðir tóku við sér á ný og hefur verð margra málma ekki verið hærra um nokkurra ára skeið.

Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga skilaði 1,7 milljarða króna tapi á síðasta ári og jókst tapið um 300 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur námu 18 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna árið áður.

Eignir Elkem á Íslandi námu 27 milljörðum króna, skuldir 3,7 milljörðum króna og eigið fé 23 milljörðum króna í lok síðasta árs. Afurðaverð félagsins hefur á móti hækkað verulega á þessu ári og því má vænta hagfelldari rekstrarniðurstöðu í ár.

Stikkorð: Elkem