Samkeppniseftirlit Bretlands hefur hafið rannsókn á meintu verðsamráði ýmissa fyrirtækja þar í landi á tóbaki. Þau fyrirtæki sem nefnd eru til sögunnar eru matvörukeðjurnar Asda, Sainsbury og Tesco, auk tóbaksframleiðandanna Imperial Tobacco og Gallaher. BBC greinir frá þessu í dag.

Því er haldið fram að félögin hafi skipst á upplýsingum um framtíðarverðlagningu. Einnig er talið að verðlagning ákveðinna tóbakstegunda hafi verið ákvörðuð í samráði til höfuðs keppinautum.

Meðal þeirra teguna sem Imperial framleiðir eru Embassy, John Player Special og Lambert & Butler. Þekktasta merki Gallaher eru hinar vinsælu Benson & Hedges.

Talið er að samráðið hafi átt sér stað á árunum 2000-2003.