Rétt fyrir kl. 14 í dag fóru fram viðskipti með bréf í Straum-Burðarás fyrir um 4,6 milljarða.

Um er að ræða sölu á tæplega 405 þúsund hlutum á genginu 11,52 en meðalgengi félagsins í dag er 11,47. Ekki er gefið upp hverjir standa að viðskiptunum.

Straumur hefur hækkað um 0,3% það sem af er degi en velta með bréf í félaginu er um 5 milljarðar.

Velta með hlutabréf í Kauphöllinni er nú um 12,2 milljarðar en þar ef eru sem fyrr segir um 5 milljarðar með bréf í Straum og um 6,3 milljarðar með bréf í Kaupþing.