Þrjátíu verslanir í Colorado munu hefja sölu á marijuana í dag. Í nóvember 2012 samþykktu stjórnvöld í Colorado og líka í Washington að hefja sölu á kannabis til einkaneyslu. Heimildin tekur gildi í Colorado í dag en mun taka gildi síðar á árinu í Washington.

Tuttugu ríki í Bandaríkjunum hafa heimilað sölu á marijuana í læknisfræðilegum tilgangi. Lyfið er aftur á móti enn ólöglegt samkvæmt alríkislögum.

Verslunareigendur hafa undirbúið daginn vel og meðal annars ráðið auka öryggisverði til þess að salan í dag geti farið fram á sem hátíðlegastan hátt.

BBC greindi frá.