Í nýrri skýrslu, sem hefur að geyma raforkuspá frá árinu 2015 til 2050,  er áhugaverður kafli um raforkunotkun þjónustufyrirtækja í heild- og smásölu.

Árið 2014 nam notkunin 164 GWh samanborið við 185 GWh árið 2009. Hlutur smásölufyrirtækja í notkuninni er 91% á móti 9% hjá heildsölum. Talið er að rekja megi stóran hluta þessa orkusparnaðra til nýrrar kælitækni og sparneytnari ljósapera. Kælitæki nota mikla orku en "á undanförnum árum hafa verslanir í auknum mæli lokað kælum, sem minnkar verulega orkunotkunina, og líklegt er að sú þróun haldi áfram. "

Þrátt fyrir orkusparnaðinn í þessum geira eru Íslendingar heimsmeistarar í notkun raforku á hvern íbúa eins og kemur fram hér .

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .