Engar eignir fundust upp í kröfur í þrotabú félagsins Hugi ehf. Þær námu 672 milljónum króna, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Eigendur félagsins voru þeir Matthías Sigurðsson, Leifur Einar Arason og Davíð Matthíasson. Þremenningarnir tengdust rekstri lágvöruverðsverslunarinnar Europris á Íslandi og var Matthías framkvæmdastjóri hennar.

Eina eign félagsins var lóð við Hádegismóa en þar var fyrirhugað að opna verslun Europris. Europris rak sex verslanir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Akureyri. Fyrirtækið hætti starfsemi haustið 2012 og lokuðu dyrunum í október það ár.

Fram kemur í ársreikningi Huga ehf. fyrir uppgjörsárið 2012 að enginn rekstur var í félaginu. Lán félagsins voru gagnvart Byr upp á 352 milljónir króna. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 17. desember í fyrra og lauk skiptum 14. apríl.