Í Bretlandi jókst verslun í júlí um 5,9% miðað við júlí í fyrra.

„Betra veður í ár gæti verið stór þáttur, þar sem sala á fötum og skóm gekk sérstaklega vel,“ sagði Joe Grice hjá hagstofu Bretlands.

Skartgripasala tekur stökk

Jafnframt bætti hann við að vísbendingar væru um að lækkun pundsins væri hvati fyrir gesti erlendis frá til frekari eyðslu.

Sala á úrum og skartgripum hefur ekki tekið jafnmikið stökk í tvö ár, eða um 16,6%.

Meiri vöxtur en búist var við

Aukningin miðað við júnímánuð var til að mynda 1,4%, sem var mun meiri vöxtur en búist var við.

Pundið styrktist í kjölfar fréttanna og hefur ekki verið hærra gagnvart Bandaríkjadal í tvær vikur.

Þvert á væntingar um svartsýni í kjölfar úrsagnar úr ESB

Tölurnar eru þvert á væntingar um minnkandi traust almennings í kjölfar ákvörðunar um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Aðrar tölur sem birst hafa í vikunni sína einnig lítil áhrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afréð að Bretland skyldi segja sig úr ESB á atvinnumarkaðinn. Hins vegar væru merki um að verðbólga vegna veikingar pundsins gæti dregið úr kaupgetu almennings.