*

miðvikudagur, 21. október 2020
Innlent 8. desember 2013 17:40

Verslun Hátækni lokað og starfsfólki sagt upp

Sjónvarpsmiðstöðin tekur við vörum sem áður var hægt að kaupa í verslun Hátækni.

Ritstjórn
Hátækni er lagt niður í núverandi mynd.

Búið er að loka verslun Hátækni við Ármúla 26. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins flyst mest að því sem selt var í versluninni til Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Hátækni hefur selt farsíma, sjónvörp, heimabíó, hátara og hljómflutningstæki. Fyrirtækið í núverandi mynd verður því lagt niður og einstök verkefni, sem eru einhvers virði, flutt annað. Þá hefur fólki verið sagt upp störfum undanfarin þegar ljóst var í hvað stefndi.

Greint var frá því 3. desember sl. á vb.is að dótturfélag Landsbankans hefði tekið yfir allt hlutafé í Hátækni. Fyrirtækið var í eigu Olís. Kristján Gíslason, stjórnarformaður, sagði að hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hefði haft afar neikvæð áhrif á Hátækni, eins og alla aðra umboðsaðila fyrirtækisins, um heim allan. Landsbankinn var aðal kröfuhafi Hátækni.

Stikkorð: Hátækni