Verslunin Duchamp Store við Regent Street í London var útnefnd ?besta litla verslunin í London? á verðlaunahátíðinni Retail Interior Awards sem var haldin 1. október á Hilton-hóteli í London. Kcaj-sjóðurinn sem er rekinn af Arev í Bretlandi, systurfélagi Arev verðbréfa, keypti 70% hlut í Duchamp í ágúst 2006 en stjórnendur eiga 30% hluta, að er fram kemur í fréttatilkynningu.

Duchamp Store var opnuð í nóvember 2006. Verslunin býður upp á herraskyrtur og fylgihluti og hefur vakið athygli fyrir gæði og fjölbreytt úrval lita. Það telst mikill heiður fyrir eigendur og stjórnendur Duchamp að hljóta þessa útnefningu nú, því sjaldgæft er að verslanir í London nái þessum árangri eftir svo skamman tíma í rekstri.
Verðlaunin eru veitt á hverju ári á vegum Retail Interior Awards og er þetta í 10. sinn sem hátíðin er haldin. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum og meðal annarra verslana sem hlutu verðlaun þetta árið voru m.a. Selfridges, Marks&Spencer, Habitat og fleiri þekktar verslanir.