Fyrsti lágvöruverðskjarninn var opnaður í Kópavoginum fyrir tveimur mánuðum. Þar deila þrjár verslanir í eigu Norvik-samsteypunnar um 9.000 fermetrum. Þetta eru matvöruverslunin Krónan, raftækjaverslunin Elko og íþróttavöruverslunin Intersport. Haukur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Smáragarðs ehf., sem er fasteignafélag í eigu Norvik- samsteypunnar, segir viðtökurnar hafa verið vonum framar og mikil umferð hafi verið í öllum verslununum þremur frá opnun.

„Ef eitthvað er hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum okkar.“ Hann segir opnun Lindanna ekki hafa haft teljandi áhrif á aðrar verslanir samsteypunnar í grenndinni. Bæði sé búið að loka Nóatúni í Smáralindinni og fljótlega verði Intersport-versluninni þar einnig lokað. Verslunarstjórar verslananna þriggja eru einnig mjög ánægðir með viðtökur viðskiptavina og segja verslun hafa farið vel af stað.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .