Fjöldi fólks sem leggur leið sína í verslanir ímiðborg London drógst saman um fimmtung í kjölfar misheppnaðra hryðjuverkaárása á fimmtudag í liðinni viku.

Samkvæmt SPSL, sem fylgist með þróun verslunar, fækkaði þeim semlögðu leið sína í verslunarhugleiðingum um 19% á föstudag og um tæp 22% á laugardag. Þar með hafa vonir um að áhrif hryðjuverkaárásanna 7. júlí sl. yrðu skammlífar, ekki náð fram að ganga.