Í lok síðasta árs jukust verulega tekjur af erlendum ferðamönnum hér á landi og að sama skapi dró mikið úr útgjöldum íslenskra ferðamanna erlendis. Í nýrri skýrslu er áætlað að samdráttur í útgjöldum Íslendinga erlendis og útgjöld erlendra ferðamanna  sem hingað koma geti leitt til aukinnar veltu í íslenskri verslun og þjónustu sem nemur 32 milljörðum króna á þessu ári.

Vakin er athygli á skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem ber heitið Ferðamannaverslun í kjölfar efnahagssamdráttar.

Samkvæmt mælingu Seðlabanka Íslands voru tekjur af erlendum ferðamönnum hér á landi 34.550 millj. kr. árið 2007 og 51.290 millj. kr. árið 2008, sem er aukning um 48,5%.1 Mismunur jókst eftir því sem leið á árið eins og kemur fram í töflunni hér að neðan.