Vöxtur verslunar er hægur eftir hinn krappa samdrátt sem varð hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Ferðamenn eiga stóra hlut í vextinum og skipta sköpum í fámennum byggðarlögum víða á landsbyggðinni. „Fjölmörg tækifæri eru þó fyrir verslun á Íslandi. Tækifærin felast meðal annars í að breikka markaðinn og ná til kaupenda frá öðrum löndum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, í nýrri árbók verslunarinnar.

Þar er dregin upp mynd af stöðu verslunar á síðasta ári. „Erfitt er að henda reiður á rekstrarafkomu verslunarfyrirtækja í heild eftir bankahrunið,“ segir í árbókinni. Meðaltal hagnaðar af reglulegri starfsemi sem hlutfall af tekjum gefur þó til kynna að staðan hafi ekki batnað mikið síðustu ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.