Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason klæðskeri hafa selt eina þekktustu verslun landsins, Sævar Karl Bankastræti. Í frétt vegna kaupanna kemur fram að kaupendur eru Vesturhöfn ehf, í eigu Páls Kolbeinssonar og tengdra aðila og Arev N1 sem er einkafjármagnssjóður sérhæfður í smásölu.

Verslun Sævars Karls hefur verið í starfsemi í rúm 30 ár á innflutningi og lagt áherslu á sölu á gæðafatnaði fyrir herra og dömur.

Hlutur hjónanna í Bankastræti 7 sem hýst hefur verslun Sævars Karls um árabil fylgir með í kaupunum. Kaupverðið er trúnaðarmál,

VBS fjárfestingarbanki hf. annaðist viðskiptin fyrir hönd kaupenda og fjármagnaði kaupin.
Nýir eigendur hafa þegar tekið við rekstrinum og munu halda sömu stefnu hvað þjónustu, gæði og vöruúrval varðar.

?Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta.?
mun áfram verða slagorð fyrirtækisins segir í fréttinni.

Erla og Sævar Karl munu starfa áfram hjá fyrirtækinu, Axel Gomes verður verslunarstjóri.

Verslunin selur vandaðan glæsifatnað, skó og fylgihluti frá heimsþekktum framleiðendum, Giorgio Armani, Prada, Miu Miu, Roberto Cavalli, Dolce & Gabbana, Etro, Cloé, Rosetti, Scabal og fleiri auk þess að selja vörur undir eigin merki, Sævar Karl Collection.