"Eftirspurnin eykst of lítið og of hægt. Ég benti á það þegar við kynntum uppgjörið í síðustu viku að það er í rauninni búið að skattleggja fataverslun út úr landi. Þá eru fjárfestingar ekki að fara af stað og ráðstöfunartekjur heimilanna eru ekki að vaxa. Sem gerir það að verkum að verslunarrekstur er þyngri,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.

Viðskiptablaðið ræddi við Finn um helstu niðurstöður stórnendakönnunar MMR er varða rekstur fyrirtækja.

Hann segir áhyggjur sínar ekki frábrugðnar þeim sem endurspeglast í niðurstöðum stjórnendakönnunarinnar. Sérstaklega segir Finnur háa verðbólgu samfara hækkun stýrivaxta erfiða. „Því miður sýnist manni við vera að fara í ferli eins og fyrir hrun þar sem stýrivextir hækka og hækka. Fyrirtækin í landinu geta ekki borið þennan kostnað. Það er áhyggjuefni ef við förum inn í verðbólgutímabil með háum vöxtum aftur. Það dregur máttinn úr öllum fjárfestingum og fyrirtækjum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.