Verslunarfyrirtækið Samkaup hefur gengið í gegnum mikið vaxtar- og breytingaskeið undanfarin ár. Ekkert fyrirtæki á dagvörumarkaði rekur jafn margar búðir með eins mikilli dreifingu um landið og Samkaup.

Samkaup reka í dag yfir sextíu verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland.

„Síðustu fimm ár höfum við fjölgað verslunum okkar um 25 prósent og aukið veltuna um 70 prósent. Áður rákum við allt að átta mismunandi vörumerki, en við fækkuðum þeim niður í þrjú og svo bættist það fjórða við þegar við keyptum Iceland verslanirnar árið 2018," segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Framþróun auki virði verslunarstarfa

Gunnar segir Samkaup leggja áherslu á að auka virði verslunarstarfa til framtíðar og telur stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu styðja við þá sýn.

„Innleiðing okkar á sjálfsafgreiðslukössum í stað þeirra hefðbundnu hefur fækkað unnum tímum við afgreiðslu, án þó þess að fækka unnum tímum í verslunum, störfin hafa einfaldlega breyst. Netpantanir hafa jafnframt fært störf frá hefðbundinni afgreiðslu yfir í afgreiðslu pantana. Með því að auka skilvirkni og sjálfvirkni í pöntunarferli, áfyllingum og verðmerkingum, sparast mikill tími sem hægt væri að nýta í meira virðisaukandi þjónustu. Þannig kemur starfsfólkið til með að geta einbeitt sér í auknum mæli að sölu- og þjónustu við viðskiptavini í verslun."

Hann telur að aukin sjálfvirkni muni gera verslunarstörf meira spennandi til framtíðar og hefur ekki trú á að þróunin leiði til aukins atvinnuleysis, hún skapi þvert á móti verðmætari störf.

Starfsmaður Nettó
Starfsmaður Nettó
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .