Síðastliðinn mánudag versluðu Bandarískir versluðu fyrir meira en milljarð dala á internetinu, jafnvirði um 115 milljarða króna. Aldrei hefur verið verslað fyrir svo háa fjárhæð á einum degi samkvæmt greiningarfyrirtækinu comScore.

Á vef The Economist segir að verslun fyrir jólin sé nú að aukast að nýju eftir tvö slæm ár. Síðasti mánudagurinn í nóvevember er kallaður „Cyber Monday“ en þá bjóða flest fyrirtæki ríflegan afslátt og bjóða góð tilboð á vörum sínum á internetinu. Miðað við árið 2009 var sala 16% meiri í ár en í fyrra