*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 22. febrúar 2006 17:26

Versnandi verðbólguhorfur

Ritstjórn

Það má búast við aukinni verðbólgu vegna þess að gengi krónunnar hefur veikst, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Krónan hefur veikst um 6,4% á síðustu tveimur dögum. Ef krónan nær jafnvægi í kringum lokagildi dagsins mun það hafa 0,26% til 0,32% áhrif á vísitölu neysluverðs fyrstu þrjá mánuði frá veikingu.

Ef gengislækkunin er til frambúðar, myndi hún skila um 0,4% til 0,45% verðbólgu.

Greiningardeildin segir að á sama tíma eru merki um launaskrið að verða sífellt greinilegri og launavísitalan hefur hækkað um 3,3% í janúar frá fyrri mánuði en á síðastliðnum 12 mánuðum hafa laun hækkað um 8,3% að meðaltali.

Verðlag reiknað út frá vísitöluneysluverðs hefur hækkað um 4,1% en samkvæmt því óx kaupmáttur landsmanna um 4,2% á síðasta ári.

Kaupmáttar aukningin hlýtur að styðja við áframhaldandi aukningu í einkaneyslu, segir greiningardeildin.