Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum skiluðu á nýliðnu ári verstu ávöxtun frá árinu 2008.

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,2% á árinu og S&P 500 vísitalan lækkaði um 0,7%. Undanfarin þrjú ár hefur árleg ávöxtun S&P verið yfir 10% en hún lækkaði um 34% á árinu 2008. Af þeim 500 fyrirtækjum sem eru í vísitölunni skiluðu 220 hagnaði á árinu, 281 fyrirtæki skilaði tapi og þrjú komu út á sléttu.

Árið var þó ekki slæmt á öllum mörkuðum en samsetta Nasdaq vísitalan, sem inniheldur fjölda tæknifyrirtækja hækkaði um 5,7%. Hlutabréf í Netflix hækkuðu mikið á árinu en hlutabréf í fyrirtækinu hækku um 139,2% og hlutabréf í Amazon hækkuðu um 122%.

Lækkanir á hrávörumörkuðum áttu mikinn þátt í því að ávöxtun í S&P vísitölunni var neikvæð á árinu, en miklar lækkanir hafa verið á hrávöru á árinu, s.s. olíu. Fyrirtæki sem starfa í orkuiðnaði voru meðal þeirra sem féllu mest á árinu, en vísitala þeirra innan S&P féll um 24%

Betri ávöxtun í utan Bandaríkjanna

Hlutabréfamarkaðir utan Bandaríkjanna stóðu sig öllu betur á árinu. Stoxx Europe vísitalan hækkaði um 6,8%. Samsetta Sjanghæ vísitalan hækkaði um 9,4% á árinu þrátt fyrir efnahagsörðugleika í Kína, en vísitalan féll um 40% í ágúst.