*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 30. júlí 2021 16:12

Versti opnunardagur sögunnar

Robinhood féll um tæp 9 prósent á fyrsta degi sínum sem skráð félag.

Ritstjórn
Frá skráningu Robinhood vestanhafs.
epa

Hlutabréfagengi Robinhood, smáforrit fyrir viðskipti hlutabréfa án þóknana, féll um tæp 9 prósent á fyrsta degi þess sem skráð félag. Yahoo Finance greinir frá.

Félagið sótti um 2 milljarða dollara í frumútboði sínu en útboðsverð bréfanna var 38 dollarar á hlut. Við lokun markaða vestanhafs voru bréfin komin í 34,82 dollara og höfðu því fallið um 8,6% á fyrsta degi. Lítil hreyfing hefur orðið á bréfunum það sem af er degi.

Markaðsvirði fyrirtækisins var um 32 milljarðar dollara í kjölfar frumútboðsins en eftir fyrsta viðskiptadag þess var það metið á um 29 milljarða dollara.

Segja má að fyrirtækið hafi þar með slegið óeftirsóknarvert met en ekkert af þeim 51 fyrirtækjum hafa sótt jafn mikið fé og Robinhood hefur fallið jafn mikið á fyrsta viðskiptadegi.

Þá lækkuðu aðeins um 16 af þeim 99 fyrirtækjum með markaðsvirði yfir 10 milljarða dollara sem skráð eru á markað í Bandaríkjunum á fyrsta viðskiptadegi þeirra sem skráð félag. 

Stikkorð: Robinhood