Hlutabréf lækkuðu talsvert í Evrópu í dag og líkt og aðra daga í þessari viku voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem drógu niður markaði.

Þá segir Reuters fréttastofan að svo virðist sem fjárfestar hafi litla trú á björgunaraðgerðum seðlabanka og ríkisstjórna út um allan heim.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði í dag um 7,8% í dag og hefur ekki verið lægri frá því í byrjun júlí 2003.

Þá hefur vísitalan lækkað um 22% í vikunni sem er mesta lækkun hennar frá upphafi.

Eins og fyrr segir voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins. Þannig lækkaði Barclays um 14,2%, Deutsche Bank um 13,6%, Credit Agricole um 15,1%, Royal Bank of Scotland um 22,6% og HBOS um 15% svo dæmi séu tekin um miklar lækkanir.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 8,5%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 6,8% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 5,9%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 6,7% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 7,8%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 5,7%, í Osló lækkaði OBX vísitalan um 8% og í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 5,7%.