Könnun í Bretlandi sýnir að viðskiptavinir telja Santander bankann versta bankann með tilliti til ánægju viðskiptavina.  Þetta kemur fram á vef Guardian.

Santander hefur vermt neðsta sætið í ánægjukönnun JD Power & Associates síðan árið 2007.  Í næst neðsta sætinu er Yorkshire bankinn.

Samkvæmt könnuninni segja 12% aðspurða muni líklega skipta um banka.  Um 7% aðspurða skiptu um banka síðasta árið en það er mikil aukning frá 2008 þegar 3% sögðust hafa skipt um banka.