Heimsmarkaðir voru að ljúka sínum versta fyrri árshelmingi í nokkra áratugi, að því er kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bandaríska S&P 500 vísitalan lækkaði um 21% á fyrstu sex mánuðum ársins. Hún hefur ekki lækkað meira á þessu tímabili frá árinu 1970.

Þá hafa bandarísk skuldabréf í fjárfestingarflokki aldrei lækkað meira á fyrri árshelmingi sé horft til iShares Core U.S. Aggregate Bond kauphallarsjóðsins sem hefur lækkað um 11% í ár.

Þá hefur rafmyntamarkaðurinn hríðlækkað í ár en sem dæmi hefur verð á Bitcoin, stærstu rafmyntarinnar þegar horft er til markaðsvirðis, fallið um meira en helming. Einnig hafa hluta- og skuldabréf í nýmarkaðsríkjum lækkað töluvert.

„Í raun er eini hluturinn sem hækkaði á fyrri árshelmingnum voru hrávöruverð,“ segir í umfjöllun WSJ.

Þó er bent á að markaðir hafa í gegnum tíðina oft endaði árið vel eftir erfiðan fyrri árshelming. Í þeim tilvikum þar sem S&P 500 hefur fallið um meira en 15% á fyrstu sex mánuðum ársins – líkt og á árunum 1932, 1939, 1940, 1962 og 1970 – þá hefur vísitalan hækkað að meðaltali um 24% á seinni helmingi ársins.