Sá gjaldmiðill sem mest hefur veikst mest gagnvart öðrum gjaldmiðlum er mongólski gjaldmiðillinn en hann heitir tugrik. Gjaldmiðillinn hefur veikst í 22 daga í röð og fást nú 2.219 tugrik fyrir hvern Bandaríkjadal, sem er veikasta gildi hans síðan árið 1993.

Mesta veiking allra gjaldmiðla

Hefur gjaldmiðillinn lækkað um 7,8% á á þessum mánuði, sem er mesta veiking allra þeirra 154 gjaldmiðla sem Bloomberg fréttastofan fylgist með, en þar með er heildarveiking hans á árinu orðin meira en 11%.

Mongólía hefur farið í gegnum efnahagsörðugleika í kjölfar lækkandi hráefnaverðs, minnkandi áhuga erlendra fjárfesta vegna íþyngjandi löggjafar og óstöðugrar efnahagsstefnu. Jafnframt hefur minnkandi hagvöxtur í nágrannaríkinu Kína haft mikið að segja.

Launaskerðingar og skuldaniðurgreiðslur til bjargar

Forsætisráðherra Erdenebat Jargaltulga kynnti í sjónvarpsávarpi í dag til sögunnar víðtæka áætlun til að ná tökum á efnahagsmálum landsins, sem fela í sér að launaskerðingar, skuldaniðurgreiðslur og að sett verði á fót ráð sem hafi að markmiði að draga erlenda fjárfesta til landsins.

Varð hann forsætisráðherra eftir að flokkur hans, Mongólski þjóðarflokkurinn vann stórsigur á Lýðræðisflokknum í júní síðastliðnum.

Ekki efni á að greiða laun hersins eða annarra ríkisstarfsmanna

Í vikunni sagði fjármálaráðherra landsins, Choijilsuren Battogtokh, í sjónvarpsávarði að: „Við erum komnir í þá stöðu að við gætum átt í vandræðum með að hafa efni á að greiða laun og rekstrarkostnað ríkisstofnana, eins og hersins sem gætir landamæra okkar og þjóðaröryggis, félagslegra- og heilbrigðisstofnana, sem og einstaklinga í menningu og íþróttum.“

Í lok júní átti landið gjaldeyrisforða sem nam 1,3 milljörðum dala, en sá sjóður dróst saman um 23,1% ári áður eftir að fyrri ríkisstjórn jók eyðslu í aðdraganda kosninganna.

Í dag mættu fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins til að ræða við ríkisstjórnina um hvernig leysa ætti efnahagsvandamál þess, en fulltrúi sjóðsins neitaði að gefa upp hvert umræðuefni fundarins væri en sagði að stefna sjóðsins væri að komast í samband við nýjar ríkisstjórnir við fyrsta tækifæri út um allan heim.