Í dag tekur gildi ný verðskrá hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þá hækkar verð á ungnautum og kúm um 1,5%, en einungis vika er síðan SS hækkaði verð á þessum sömu flokkum, ungnaut um 2,1% og kýr um 4%. Þessi nýja verðskrá kemur í kjölfar hækkana hjá Sláturhúsinu á Hellu og Borgarness kjötvörum, en verð hjá þeim hækkuðu í vikunni.

Inni á heimasíðu Landssambands kúabænda leiða menn líkur að því að verðstríð sé að skapast á markaði fyrir nautakjöt en sláturleyfishafar hafa keppst við að hækka verð til bænda undanfarið enda verið skortur á kjöti um skeið.