*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 16. desember 2007 15:21

Verðstríð á leikfangamarkaði

Allir aðilar eigna sér lægsta verðið

Ritstjórn

Just4Kids hefur sent frá sér yfirlýsingu um að það hyggst lækka verðið sitt á leikföngum umtalsvert fyrir jólin. Toys’R’Us óttast ekki yfirlýsinguna og Hagkaup segist ekki gefa neitt eftir í baráttunni um besta verðið.

Yfirvofandi verðstríð er á leikfangamarkaðinum en leikfangaverslunin Just4Kids hefur tilkynnt að hún muni lækka öll leikföng sín umtalsvert í verði eða á bilinu 30 til 80%. Jafnframt ætlar hún sér að bjóða ávallt upp á besta verðið á öllum leikföngum og sérstök verðkönnunarsveit hefur verið stofnuð til að tryggja að svo verði.

Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just4Kids, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið að verðlækkunin sé gerð til að mæta samkeppninni á leikfangamarkaðinumog ná þeirra markaðshlutdeild sem stefnt væri að.

Nánar er fjallað um verðstríð á leikfangamarkaði í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Einnig er rætt við Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaups og Guðrún Kolbeinsdóttur, verslunarstjóra Toys'R'Us.

Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það á vb@vb.is.