Versta alþjóðlega fjárfestingin að mati bandaríska viðskiptatímaritsins Businessweek eru hlutabréf í  spænska bankanum Bankia. Hlutabréf hans lækkuðu um 81% á árinu.

Verstu hlutabréfakaupin meðal stórra félaga í Bandaríkjunum reyndust vera hlutbréf tölvurisans Hewlett Packard, sem lækkuðu um 41% á árinu.

Þeir sem fjárfestu i kaffibaunum vegnaði verst á hrávörumarkaðnum. Kaffi lækkaði um 35% á árinu, aðallega vegna mikillar framleiðsluaukningar í Brasilíu.

Versta hlutabréfaútboðið, að mati tímaritsins, var svo útboð samskiptasíðunnar Facebook. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 30% í kjölfar útboðsins.