Samtals munu verðtryggð lán heimilanna, sem eru 1.400 milljarðar króna, hækka um 6-7 milljarða króna bara vegna ákvörðunar Alþingis í gær um að hækka áfengis- og tóbaksgjald auk olíugjalds.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ.

Í tilkynningunni segir Gylfi það rangt hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra að fullyrða í hádegisfréttum RÚV að fyrrgreindar hækkanir leiði ekki til hækkunar á verðbólgu.

„Þetta er því miður rangt hjá forsætisráðherra,“ segir í tilkynningunni.

„Hækkun þessara gjalda mun leiða til þess að neysluvísitalan hækkar um 0,4-0,5%. Þetta koma m.a. fram hjá sérfræðingum Hagstofu Íslands í sama fréttatíma. Afleiðing þessa er að verðtryggt lán upp á eina milljón króna mun hækka um 5 þús.kr. og 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán því hækka um eina milljón króna. [...] og þá eru ótaldar aðrar gjaldskrárhækkanir eins og afnotagjöld RÚV o.fl.“