„Hækkun á vísitöluneysluverðs umfram væntingar mun líklegast leiða til umtalsverðra hækkana á verðtryggðum bréfum á skuldabréfamarkaði í dag," segir í frétt IFS greiningu í tilefni þess að nýjar verðbólgutölur voru birtar í morgun. Kom mælingin þeim sem spá fyrir um þróun verðbólgunnar á óvart. Hafa óverðtryggð ríkisbréf í kjölfarið verið seld á markaðnum í morgun og verðtryggð keypt. Það hefur þýtt að krafan á stysta íbúðaflokknum hefur lækkað en ekki hefur verið mikil breyting á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra bréfa það sem af er degi.