Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði í dag um 0,3% í 10 milljarða króna viðskiptum en töluverð viðskipti hafa verið með skuldabréf frá því að forseti Íslands synjaði lögum um ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda vegna Icesave.

Þannig hafa fjárfestar losað sig úr óverðtryggðum skuldabréfum og nokkur hluti þeirra hefur keypt verðtryggð skuldabréf í staðinn.

Verðtryggða skuldabréfavísitalan GAMMAi hækkaði í dag um 0,3% og hefur þá hækkað um 1,4% á einni viku. Á sama tíma hefur óverðtryggða skuldabréfavísitalan GAMMAxi lækkað um 0,8%.