Seðlabanki Íslands spáir því að árið 2017 muni verðbólga þrefaldast, vextir tvöfaldast, fjárfesting helmingast og hagvöxtur nær þurrkast út, verði af 30% nafnlaunahækkunum í kjarasamningum og kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga gefi eftir.

Ekki hefur verið gefin út spá fyrir hærri nafnlaunahækkanir, líkt og kröfur eru uppi um. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að í spánum sé ekki tekið tillit til áhrifa launahækkana á opinber fjármál né gengi krónunnar og því sé viðbúið að áhrifin séu vanáætluð.

Talsverð áhrif á eignamyndun

Verði þetta raunin munu verðtryggð- ar skuldir íslendinga hækka um rúma 204 milljarða króna fram til ársins 2017 frá því sem nú er.

Staða 25 milljón króna íbúðaláns árið 2017
Staða 25 milljón króna íbúðaláns árið 2017
© Jóhannes Stefánsson (VB MYND/JS)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .