Lántakendur verðtryggðra lána hafa orðið illilega fyrir barðinu á óðaverðbólgu í kjölfar efnahagshrunsins. Ingólfur H. Ingólfsson segir slík lán ekkert annað en afleiðuviðskipti sem séu allt of áhættusöm fyrir lántaka.

„Verðtrygging neytendalána er dauðadæmt fyrirkomulag“, segir Ingólfur H. Ingólfsson hjá spara.is. „Þetta verðtryggingardæmi gengur einfaldlega ekki upp sama hvernig litið er á það. Ég sé ekki annað en að menn muni neyðast til að fara út úr verðtryggingarkerfinu.

Skuldabréfamarkaðurinn er t.d. núna að kalla eftir óverðtryggðum skuldabréfum. Fram að deginum í dag hefur nærri 80% af skuldabréfamarkaðnum hérlendis verið verðtryggður. Óverðtryggði skuldabréfamarkaðurinn hefur því nánast verið óvirkur. Það er að breytast þar sem fjárfestar eru farnir að kalla eftir fleiri óverðtryggðum pappírum. Þeir vilja geta valið á milli bréfa á nafnvöxtum og verðtryggðum vöxtum sem er mjög heilbrigt.“

Nánar er fjallað um málið nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins . Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .