Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að verðtryggingin sé helsta trygging gegn óstöðugleika í hagkerfinu.

„Hún virkar þannig að greiðslubyrði lána er jöfn, þannig að þótt höfuðstóllinn hækki hækkar mánaðargreiðslan lítið,“ segir hann.

Ásgeir segir að veðsetning íslenskra heimila sé þrátt fyrir allt ekki mikil, enda hafi helftin af fasteignaviðskiptunum og endurfjármögnun íbúðalána átt sér stað fremur snemma í hagsveiflunni, þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán í kringum árið 2004.