*

sunnudagur, 23. febrúar 2020
Innlent 11. ágúst 2016 14:41

Veruleg aukning áheita

Áheitum á Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur fjölgað um 35% nú þegar vika er til loka skráningar.

Ritstjórn

Nú þegar vika er til stefnu til að safna áheitum og skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið hafa safnast 33 milljónir króna úr 8927 áheitum, sem er tæplega 35% aukning miðað við sama tíma í fyrra.

Þá höfðu safnast 24,4 milljónir króna, en í fyrra safnaðist í heildina 80 milljónir. Markmið Íslandsbanka sem stendur fyrir maraþoninu er að í ár safnist 100 milljónir.

Jafnframt er aukning meðal þeirra sem nú þegar hafa skráð sig í hlaupið, en þeir eru nú 9.598, en aukningin skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. 

Rafræn skráning í hlaupið er opin til kl. 13 fimmtudaginn 18. ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll í framhaldinu, en þá verður skráningargjaldið heldur hærra en fyrir lokun rafrænnar skráningar.