"Við erum með 400 milljóna króna veltu á ári og reiknum með að á næstu 24 mánuðum verðum við með 50% aukningu. Við rekum þetta með hagnaði og höfum stækkunarmöguleika í þessu nýja húsi. Húsið er hannað miðað við það og við munum fara í fleiri vöruflokka hér með haustinu. Það er því sóknarhugur í okkur og það góða er að við erum að gera þetta að stórum hluta með eigin fé en ekki lánsfé og erum jafnframt vel fjármagnaðir. Grunnurinn er því traustur," segir Baldur Björnsson annar eigenda Múrbúðarinnar í viðtali við Viðskiptablaðið.

Múrbúðin hefur opnað nýja verslun, lager- og skrifstofuhúsnæði að Kletthálsi 7 í Reykjavík. Eigendur fyrirtækisins eru tveir, Baldur Björnsson og Rafn V. Alfreðsson. Þó ekki hafi farið mikið fyrir þeim opinberlega er ljóst að þeir félagar hyggjast veita risunum á byggingarvörumarkaði verðuga samkeppni með því að bjóða sínar vörur á mun lægra verði en keppinautarnir.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við þá félaga í síðasta föstudagsblaði Viðskiptablaðsins.