Mikil hækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Asíu í nótt en það er rakið til samkomulagsins sem leiðtogar evruríkjanna náðu um stækkun björgunarsjóðsins og afskrifta á hluta af skuldum Grikkja. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Tókíó hækkaðu þannig um rúm 2%, ASX-vísitalan í Ástralíu hækkaðu um 2,4% en hlutabréfavístalan í Sjanghæ hækkaði minna eða um 0,2%.

Útlit var fyrir að Hang Seng í Hong Kong myndi einnig taka stökk og nam hækkun vísitölunnar þar rúmum 2% þegar klukkutímmi lifði af viðskiptum.