Samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Hotelbenchmark.com var herbergjanýting hótela í Reykjavík umtalsvert betri í nóvember síðastliðnum en árið áður.

Reyndist nýtingin vera 62,2% í stað 50,8% árið áður. Var það nánast samhljóða hjá þriggja og fjögurra stjörnu hótelum. Á landsbyggðinni var einnig betri nýting eða 31,3% í stað 29,4%. Þar sem þessi bætta nýting hefur fengist á svipuðum verðum og í fyrra hafa tekjur á framboðið herbergi hækkað um nálægt 25% í Reykjavík og um 5% á landsbyggðinni að því er kemur fram í fréttabréfi SAF.