Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrynan sem varð í nótt og morgun sé fyrirboði eldgoss. Þetta segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum á Rúv.

Þar kom einnig fram að skjálftarnir sjálfir séu í rénun og ekki búist við öðrum stórum skjálfta. Aðdragandi var að stóra skjálftanum í morgun klukkan 07:34 upp á 4,8 stig og hófust skjálftar upp úr miðnætti í gær. Stærsti jarðskjálftinn fannst víða á suðurvesturlandi.