Strætó bs. hagnaðist um 184 milljónir króna í fyrra. Þetta er tæplega 46% samdráttur á milli ára en árið 2010 nam hagnaðurinn 340 milljónum króna.

Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði hafi numið 229 milljónum króna. Fjármagnsliðir hafi verið neikvæðir um tæpar 45 milljónir og rekstrarafkoman því um 184 milljónir.

Fram kemur í ársreikningi Strætó bs. að heildarveltan hafi numið um 3,4 milljörðum króna í fyrra sem er 200 milljóna samdráttur á milli ára. Heildareignir námu rúmum 1,6 milljörðum króna og er það 134 milljónum krónum meira en árið á undan.

Þá kemur fram í ársreikningnum að eigið fé samlags Strætó hafi verið aukið úr 188 milljónir króna í 522 milljónir og sé þetta annað sinn frá árinu 2004 sem eigið fé fyrirtækisins sé jákvætt. Þá segir í uppgjörinu að framlög sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til reksturs Strætó hafi numið tæpum 2,4 milljörðum króna.

Þá fóru heildarskuldir úr rúmum 1,3 miljörðum króna í rúma 1,2 milljarða í fyrra. Stefnt mun að því að byggðasamlagið verði skuldlausu í lok árs 2017.